Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, október 06, 2005

komin heim

Já, Dýrðin er komin heim, þreytt, svolítið sjúskuð, en sátt. Við enduðum með að gista á hóteli því það varð smá misskilningur hjá þeim sem ætluðu að lofa okkur að gista, þau héldu að við kæmum einum degi seinna. Við ákváðum því að fara á hótel, það vaqr líka fínt að vera á sama stað í tvær nætur. New York er mögnuð! Hún er stór, hávaðasöm og skítug. Svo er líka vond lykt í henni. En fólkið er fínt, verðið er ekki eins slæmt og af er látið, allavega ekki á okkar mælikvarða. Við Einar og Maggi gengum Broadway þvera og endilanga, þræddum búðir og skoðuðum gránd síró. Við vinguðumst líka við íkorna. En við vinguðumst líka við fólk. Kelly úr the Besties og kærastinn hennar, Tom, sýndu okkur barina og þau fóru með mig á stað þar sem maður getur fengið allskonar grjónagraut! Við fengum okkur einn skammt saman með kaffibragði og með súkkulaðibitum í. Þetta er frábært! Ég vona að staðurinn komi hingað. Ég sagði gaurnum við afgreiðsluborðið að hann ætti að koma með þetta til Íslands.
Veðrið var frábært, fólkið frábært, maturinn hefði mátt vera betri svona að meðaltali, tónleikarnir gengu vel, en það hefði mátt vera fleira fólk á þeim. The Besties og Metric mile spiluðu með okkur í The Cake shop í NY og the Bludlows og Comma í Somerville, sem er svona eins og Kópavogur hjá Boston.
Frænka mín sýndi okkur Boston og reddaði okkur afslætti af rosafínu hóteli. Vid vorum næstum búin ad missa af fluginu heim tví vid héldum ad tad færi tæplega 23 en tad fór 21:30!! Eeeen við náðum því og það var ekki einu sinni röð við tjekkinnið.
Ég er að sofna!!! Klukkan var rúmlega fjögur að mínum tíma þegar ég kom heim....zzzzz Sjáumst.


skrifað af Runa Vala kl: 15:26

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala